
Þjónustukönnun Sóltúns og Sólvangs
Nú stendur yfir þjónustukönnun sem rannsóknarfyrirtækið Prósent sér um að framkvæma fyrir okkar hönd. Tilgangurinn er að kanna viðhorf aðstandenda og íbúa til hjúkrunarheimilanna okkar, Sóltúns og Sólvangs. Spurningarnar eru sömu eða sambærilegar þeim sem notaðar hafa verið á öðrum hjúkrunarheimilum á Íslandi, sem gerir samanburð mögulegan.
Könnunin er send rafrænt frá netfanginu rannsoknir@rannsoknir.prosent.isOpnast í nýjum glugga á aðstandendur og starfsfólk Prósents tekur einnig viðtöl við úrtak íbúa.
Er það okkur ákaflega mikilvægt að fá sem besta svörun.
Prósent ehf. lætur aldrei af hendi persónugreinanlegar upplýsingar þátttakenda. Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál. Prósent ehf. starfar eftir ströngum siðareglum ESOMAR sem settar eru af alþjóðasamtökum markaðsrannsóknarfyrirtækja og er sérstaklega unnið eftir lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Við hvetjum þig til að kynna þér rétt þinn og hvernig Prósent meðhöndlar og verndar persónuupplýsingar þátttakenda. Nánari upplýsingar er að finna í persónuverndarstefnu Prósents - https://prosent.is/personuverndarstefna/Opnast í nýjum glugga