Tannlæknaþjónusta á Sóltúni Sólvangi

Helga Birna Pétursdóttir tannlæknir hjá Hlýju ehf. býður nú upp á þá þjónustu á Sóltúni Sólvangi að heimsækja íbúa á hjúkrunarheimilinu og þjónusta þá með tannlæknaþjónustu.

Vinnan fer fram í stól eða í rúmi viðkomandi og er hugsuð fyrir þá sem eiga erfitt með að sækja þá þjónustu á tannlæknastofu.

Helga Birna útskrifaðist sem tannlæknir frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2006 og hefur starfað sem tannlæknir frá útskrift. Undanfarin ár hefur hún starfað í Svíþjóð við að þjónusta íbúa á hjúkrunarheimilum með heimsóknum.

Íbúar eða aðstandendur sem vilja þiggja þjónustuna fyrir hönd íbúa er bent á að hafa samband viðeigandi starfsfólk á Sólvangi.  

Við bjóðum Helgu Birnu og starfsfólk Hlýju velkomin á Sóltún Sólvangi!