ómissandi

Á þriðjudaginn næstkomandi 24.október er boðað kvennaverkfall sem vekja á athygli á mikilvægi kvenna og kvár á vinnumarkaði. Í tilefni dagsins verður samstöðufundur á Arnarhóli kl. 14:00.

Sóltún styður þessa baráttu en í ljósi þeirrar þjónustu sem við veitum og eins og fram kemur á síðu verkfallsins getur starfsfólk í umönnun því miður ekki gert ráð fyrir að geta lagt niður störf nema aðstæður leyfi þar sem útfærsla mönnunar verður ávallt að hafa öryggi og heilsu skjólstæðinga okkar í fyrirrúmi, sem sýnir í raun hversu #ómissandiOpnast í nýjum glugga starfsfólk heilbrigðisþjónustu er.

Reynt verður eftir bestu getu að skipuleggja daginn þannig að sem flest sem hafa áhuga á, geti tekið þátt í samstöðufundinum og farið þá fyrr af vakt eða komið seint. Stoðþjónusta verður í lágmarki.

Við höldum líka okkar eigin baráttudag á Sólvangi og í Sóltúni til að hampa starfsfólkinu okkar sem er ómissandi.  Sjónvarpað verður frá fundinum og munum við sýna fundinn á öllum deildum, halda daginn hátíðlega með góðum mat og gleði.