Nýr vefur Sóltúns
Sóltún hefur sett í loftið nýjan vef fyrirtækisins. Um er að ræða einn vef fyrir allt þjónustuframboð Sóltúns, þ.e. hjúkrunarheimilin Sóltún og Sólvang, Sóltún Heilsusetur og Sóltún Heima.
Meginmarkmiðið með nýjum vef er að kynna með aðgengilegum hætti alla þá þjónustu sem Sóltún býður eldra fólki upp á, hvort sem það er hjúkrun, heilsuefling eða heimaþjónusta. Við höldum á lofti þeirri þjónustu sem gerir eldra fólki kleift að búa sem lengst heima og við sem besta heilsu.
Fyrir fólk sem ekki sér fram á að geta búið heima og aðstandendur þess er mikið lagt upp úr því á nýja vefnum að kynna hjúkrunarheimilin og þjónustu þeirra, og hvetja til heimsókna, meðal annars með því að vera með lifandi upplýsingar um hvað er að gerast á heimilunum.
Samhliða nýrri heimasíðu hefur Sóltún tekið í notkun nýtt vörumerki, bæði fyrir stafræna miðla og annað efni. Um er að ræða nýtt myndmerki, sjónræna ásýnd og efnisstefnu.
Hönnunar- og hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri sá um stefnumótun, hönnun og framleiðslu vefsins. Axel Sigurðarson tók myndir.