Iðunn á Sólvangi

Á Sólvangi er verið að taka í notkun velferðartæknilausn frá Helix Health. Um smáforrit er að ræða sem kallast Iðunn og er viðbót við Sögu-kerfið.

Iðunn er sett upp í sérstökum símum sem starfsfólk hefur við vinnu sína og auðveldar smáforritið starfsfólki að sinna sínum daglegu störfum með því að hafa allar upplýsingar, meðal annars umönnunarþarfir hvers og eins íbúa, á einum öruggum stað og í rauntíma.

Við erum sannfærð um að Iðunn mun stuðla að betri yfirsýn starfsfólks ásamt því að auka sjálfbærni, gæði og öryggi þeirrar þjónustu sem íbúum er veitt.

Við höfum líka væntingar til þess að lokaniðurstaðan muni ekki bara hafa jákvæð áhrif á umönnun íbúa, heldur einnig á vinnuumhverfi starfsfólks.

Símarnir eru vel merktir með fallega gula litnum okkar og erum við spennt að byrja að vinna með Iðunni!