Haustfagnaðir 2023
Haustfagnaðir Sóltúns og Sólvangs voru haldnir nýlega.
Á Sólvangi var boðið upp á kjötsúpu og gómsætan eftirrétt í hádeginu og eftir hádegi skemmtu Kristín Erna Blöndal og Örn Arnarson í salnum við frábærar undirtektir.
Á Sóltúni var haustfagnaðurinn að kvöldi til og var boðið upp á tvírétta kvöldverð á undan skemmtun í samkomusalnum þar sem Hörður G. Ólafsson hélt uppi stuðinu. Var dansað fram á kvöld og mikil gleði í húsinu.
Við þökkum öllum þeim sem lögðust á eitt til að skapa þessa skemmtilegu tilbreytingu fyrir íbúana sem nutu dagsins heldur betur.