Fjóla Bjarnadóttir - Nýr forstöðumaður Sóltúns Sólvangi

Fjóla Bjarnadóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Sóltúns Sólvangi, miðstöð öldrunarþjónustu.  Fjóla starfaði áður sem forstöðumaður á hjúkrunarheimilinu Eir og Hömrum. Hún hefur einnig verið í stjórnunarstöðum á Skjóli og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða ásamt öðru. Fjóla er með M.Sc. í öldrunarfræðum frá HA, viðbótardiplóma í heilbrigðisvísindum með áherslu á krabbamein og líknarmeðferðir, viðbótardiplómu í stjórnun innan heilbrigðisþjónustu, B.Sc í hjúkrun og sjúkraliðamenntuð. 

Sóltún rekur fjölbreytt þjónustuúrræði fyrir aldraða.  Á Sóltúni Sólvangi í Hafnarfirði eru 71 hjúkrunarrými, 26 dagdvalarrými, Sóltún Heilsusetur endurhæfingarúrræði og Sóltún Heima heimaþjónusta.  Á Sóltúni Reykjavík eru 92 hjúkrunarrými. 

Fjóla hefur þegar tekið til starfa.