Óbreyttar heimsóknarreglur á hjúkrunarheimilum

Í kjölfarið á fréttum og umræðu í þjóðfélaginu um fjölgun covid smitaðra í samfélaginu og viðbragða Landspítala um hertar sóttvarnir, þá vill Sóltún upplýsa að sóttvarnarlæknir telur ekki ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða á hjúkrunarheimilum. Að svo stöddu verður ekki gripið til heimsóknartakmarkanna á Sóltúni og Sólvangi en við hins vegar minnum á almennar sóttvarnir (t.d. handþvott og spritt) og biðlum til aðstandenda að eftir sem áður að halda sig fjarri ef þeir finna fyrir veikindaeinkennum.